31. þingi Sjómannasambands Íslands var frestað um óákveðinn tíma þann 12. október síðastliðinn vegna óvissu um framtíð sambandsins. Þrjú sjómannafélög innan SSÍ voru í viðræðum um sameiningu við tvö félög sjómanna sem standa utan SSÍ. Fyrir lá að ef af sameiningu þessara fimm sjómannafélaga hefði orðið yrði hið sameinaða félag ekki innan Sjómannasambands Íslands. Afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir næstu tvö ár og stjórnarkjöri fyrir sambandið var því frestað um óákveðinn tíma vegna óvissu um framtíð sambandsins. Fljótlega í framhaldi af frestun þingsins þann 12. október síðastliðinn var sameiningaviðræðum þessara fimm sjómannafélaga hætt og óvissu um framtíð SSÍ þar með eytt.
Boðað var til framhaldsþings þann 30. nóvember síðastliðin til að ljúka þingstörfum 31. þings sambandsins. Á framhaldsþinginu var kosin ný stjórn til næstu tveggja ára. Í sambandsstjórn SSÍ eiga sæti 17 fulltrúar frá aðildarfélögum innan SSÍ og 8 fulltrúar til vara.
Nokkrar breytingar urðu á stjórninni.
Í fyrsta lagi þurfti að fylla í sæti þeirra fulltrúa sem hurfu úr stjórninni fyrir um ári þegar Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur yfirgaf sambandið, en þeir áttu 3 menn í sambandsstjórninni og 1 varamann.
Í öðru lagi gaf Konráð Alfreðsson sem var varaformaður SSÍ ekki kost á sér áfram til setu í stjórn sambandsins. Konráð kom inn í sambandsstjórn SSÍ á 17. þingi sambandsins þann 16. nóvember 1990, kom inn í framkvæmdastjórn á 18. þingi sambandsins þann 30. október 1992 og varð varaformaður sambandsins á 19. þingi sambandsins þann 4. nóvember 1994. Konráð hefur verið varaformaður sambandsins síðan þar til hann gaf ekki kost á sér áfram á síðasta þingi þann 30. nóvember 2018. Sjómannasamband Íslands þakkar Konráði störf hans hjá sambandinu í þágu sjómanna. Nýr varaformaður var kosinn Ægir Ólafsson frá Sjómannafélagi Ólafsfjarðar.
Sambandsstjórn Sjómannasambands Íslands 2018 – 2020.
Formaður: Valmundur Valmundsson , Jötunn
Varaformaður: Ægir Ólafsson , Sjómannafélag Ólafsfjarðar
Gjaldkeri: Sigurður A. Guðmundsson, Vlf. Snæfellinga
Ritari: Sævar Gestsson , VerkVest
Meðstjórnendur: Bjarki Tryggvason, Aldan
Trausti Jörundarson, Sjómannafélag Eyjafjarðar
Kristinn G. Þormar, VSFK
Vilhjálmur Birgisson, Vlf Akranes
Magnús S. Magnússon , VSFS
Jón Ingi Sigurðsson, Sjómannafélag Eyjafjarðar
Sverrir Mar Albertsson, AFL
Grétar Smári Sigursteinsson, AFL
Baldur Magnússon, Samstaða
Þorsteinn I. Guðmundsson, Jötunn
Jóhann Elvar Tryggvason, Sjómannafélag Eyjafjarðar
Kolbeinn Agnarsson, Jötunn
Jóhann Finnbogason, Sjómannafélag Eyjafjarðar
Varamenn í sambandsstjórn:
Bergvin Eyþórsson, VerkVest
Jakob Hjaltalín, Framsýn
Sigurður Jóhannsson, AFL
Gestur Arnarsson, Sjómannafélag Eyjafjarðar
Árni Þór Gunnarsson, Jötunn
Sævar Guðmundsson , Vlf. Svæfellinga
Tryggvi Marteinsson, Efling
Jón Jónsson, Sjómannafélag Ólafsfjarðar
Félagslega kjörnir skoðunarmenn:
Aðalmenn: Sævar Gunnarsson
Konráð Alfreðsson
Varamaður: Kristján Gunnarsson, VSFK
Framkvæmdastjórn Sjómannasambands Íslands 2018 – 2020.
Formaður: Valmundur Valmundsson, Jötunn
Varaformaður: Ægir Ólafsson, Sjómannafélag Ólafsfjarðar
Gjaldkeri: Sigurður A. Guðmundsson, Vlf. Snæfellinga
Ritari: Sævar Gestsson VerkVest
Meðstjórnendur: Kolbeinn Agnarsson, Jötunn
Sverrir Albertsson, AFL
Trausti Jörundarson, Sjómannafélag Eyjafjarðar
Varamenn: Jón Ingi Sigurðsson, Sjómannafélag Eyjafjarðar
Grétar Smári Sigursteinsson, AFL
Þorsteinn I. Guðmundsson, Jötunn