Atkvæðagreiðsla

Atkvæðagreiðsla

um kjarasamning milli samtaka sjómanna annars vegar

og Landssambands smábátaeigenda hins vegar.

Félagar í Sjómannafélagi Eyjafjarðar sem róa á smábátum athugið! Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning sem undirritaður var 29. ágúst sl. hefst 18. september nk. og líkur þann 28. nk. Kosið verður á skrifstofu félagsins á Akureyri, Skipagötu 14. Samningurinn liggur frammi á sama stað. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu félagsins á Akureyri og í síma 455-1050 og 894-0707.

Kjarasamningur sem undirritaður var 29. ágúst sl. milli samtaka sjómanna annars vegar og Landssambands smábátaeigenda hins vegar.

 

Sú ákvörðun var tekin við undirritun að atkvæði um samninginn yrðu talin sameiginlega fyrir aðildarfélög SSÍ sem standa að samningnum. Reiknað er með að atkvæði verði talin þann 5. október næstkomandi. Félögin sjá um að kynna samninginn og láta atkvæðagreiðslu fara fram meðal sinna félagsmanna sem samningurinn nær til. Fyrir 5. október þurfa síðan atkvæðin og önnur kjörgögn að hafa borist skrifstofu SSÍ og verður talið í húsi ríkissáttasemjara fyrir hádegi þann 5. okt.