Félagsfundur

Félagsmenn Sjómannafélags Eyjafjarðar.

Félagsfundur verður haldinn að Skipagötu 14, 5. hæð þriðjudaginn 12. júlí nk. og hefst kl. 10:30. Kynning á nýgerðum kjarasamningi og atkvæðagreiðsla um hann. Valmundur Valmundsson formaður SSÍ mætir á fundinn og kynnir samninginn. Félagar mætum vel og stundvíslega.

Kjarasamningurinn liggur frammi á skrifstofu félagsins og þar er einnig hægt að greiða atkvæði um hann til mánudagsins 8. ágúst. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 8:30 til 16:00.

Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar.