Á samningafundi milli SSÍ og SFS var tekið hlé á viðræðunum til mánudagsins 23. janúar næstkomandi. Fram að þeim tíma er æskilegt að sjómannafélögin fundi með sínum félagsmönnum og fari yfir stöðuna, þannig að fyrir liggi á mánudag hvort hægt verður að ljúka deilunni á þeim atriðum sem komin eru eða hvort upp úr slitnar og deilan fari í illleysanlegan hnút.
Stjórn félagsins hefur í samræmi við þetta ákveðið að boða til félagsfundar á föstudaginn 20. janúar, fundurinn hefst kl. 13:00 og verður á Hótel KEA. Ég vil með þessu bréfi hvetja þig til að mæta og gefa okkur þitt álit og mat á því hver næstu skref eiga að vera. Ég mun fara vel yfir það hver staðan er, hvað hefur verið rætt og hver staðan er á þeim atriðum.