Félagsfundur – fundarboð

Sjómannafélag Eyjafjarðar boðar til félagsfundar miðvikudaginn 29. desember nk. kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn á 5. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri, á veitingastaðnum Strikinu.


Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, mætir á fundinn og ræðir kjaramálin, en kjarasamningar sjómanna renna út nú um áramótin.
 

Félagar, mætum á fundinn og höfum áhrif á það hverjar helstu áherslur félagsmanna í SE eru í komandi viðræðum við LÍÚ.