Kaup á nýjum orlofsíbúðum SjóEy - Uppfærð frétt

Stjórn félagsins hefur gengið frá kaupum á 3 nýjum íbúðum í Kópavogi, íbúðirnar eru staðsettar á Kársnesi sem er nýtt hverfi nánar tiltekið að Hafnarbraut 14, íbúðir nr 104, 102 og 115. Nánar er hægt að sjá um íbúðirnar hér.

Allar íbúðirnar eru 3 herbergja og um 90-100 fm. Fyrsta íbúðin hefur verið tekin í notkun en hinar tvær verða ekki teknar í notkun fyrr en í byrjun apríl 2022. 

Allar íbúðir í Núpalind hafa verið seldar og  voru þær afhentar í lok árs 2021.

Framboð á orlofsíbúðum til félagsmanna verður því minna á meðan þetta gengur í gegn.