Kjarasamningar lausir.

Til félagsmanna í S.E, eins og ykkur er væntanlega kunnugt um rennur kjarasamningur milli Sjómannasambands Íslands vegna aðildarfélaga þess annars vegar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hins vegar út þann 1. desember næstkomandi.
Á stjórnarfundi S.E. sem haldin var föstudaginn 13. september síðastliðinn var samþykkt að veita SSÍ umboð til að gera viðræðuáætlun vegna kjaraviðræðna fyrir hönd félagsins.
Einnig samþykkti stjórn S.E. að veita samninganefnd SSÍ umboð til að gera kjarasamning fyrir hönd félagsins.
Hafi félagsmenn okkar einhverjar ábendingar vegna komandi kjaraviðræðna, þá sendið okkur póst á netfangið trausti@sjoey.is

Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar.