Kosning um kjarasamninginn sem undirritaður var milli SFS og SSÍ þann 9. febrúar sl. hefst kl. 14:00 föstudaginn 17. febrúar 2023 og lýkur kl. 15:00 föstudaginn 10. mars 2023.
Rétt er að taka fram að menn geta aðeins kosið einu sinni og gildir það atkvæði.
Ef einhverjir eru ekki á kjörskrá sem telja að þeir eigi að vera þar ber mönnum að hafa samband við stéttarfélagið til að kanna málið.
Hægt er að kjósa um samninginn með því að smella á eftirfarandi hlekk: https://mitt.asa.is/Poll/Poll/Detail/144