Leikhúsferð.

Þann 25. mars býður Sjómannafélag Eyjafjarðar lífeyrisþegum félagsins á leiksýninguna Stelpuhelgi í uppsetningu Leikfélags Hörgdæla að Melum með kaffisamsæti á undan.

Stelpuhelgi er stórskemmtilegur farsi þar sem vinkonurnar Meg, Carol og Dot ásamt Ellie, dóttur Meg, hittast í bústað eina helgi til að brjóta upp hversdagsleikann. Öll plön fara út um gluggann þegar gengur á áfengið og vinkonurnar eru búnar að bjóða hver sínum karlmanninum til sín í bústaðinn.

Um takmarkað sætaframboð er að ræða, því þurfa félagsmenn að skrá sig með því að hringja í síma 455-1050 eða senda póst á fvsa@fvsa.is. Hámark tveir miðar á hvern félagsmann.

Farið verður með rútu frá Alþýðuhúsinu kl. 14:30, mæting kl. 14:15.