Leikhúsferð ellilífeyrisþega

Góð þátttaka var í leikhúsferð ellilífeyrisþega félaganna sem farið var í um helgina, byrjað var á að fá sér dýrindis kaffi og með því uppi á Striki áður en haldið var af stað með rútu fram í fjörð, nánar tiltekið í Freyvang þar sem við fengum að sjá verkið "Þorskur á þurru landi" sem er bráðskemmtilegt gamanleikrit sem gerist á tímum Þorskastríðsins. Veðrið var bjart og fallegt og ekki hægt að biðja um það betra eftir umhleyping síðustu daga.