Nýjar íbúðir félagsins.

Sjómannafélag Eyjafjarðar hefur fengið afhenta fyrstu íbúðina af þremur að Hafnarbraut 14 og er nú verið að standsetja hana svo hægt verði að koma henni í leigu. Áætlað er að það verði núna 2. febrúar ef allt gengur upp, annars viku síðar eða 9. febrúar. 

Það liggur fyrir að seinkun hefur orðið á afhendingu/uppsetningu innréttinga vegna COVID í hinum tveimur íbúðunum og seljandi getur því ekki á þessari stundu staðfest endanlegan afhendingartíma eignanna, en stefnt er að því að afhenda íbúðirnar til búsetu í fyrstu vikum mars nk.

Eftir afhendingu tekur svo nokkra daga að standsetja íbúðirnar og vonandi verður það um 20. mars.