Sjómannadagur 2020

Hátíðarhöld á Sjómannadaginn falla niður:

 Undanfarin ár hefur Sjómannafélag Eyjafjarðar staðið fyrir hátíðarhöldum á Sjómannadaginn í samstarfi við Akureyrarbæ og fleiri aðila. Vegna Covid-19 faraldursins og takmarkana sóttvarnaryfirvalda var óvissa í aðdragandanum mikil að þessu sinni og ekki hægt að ganga út frá að mannsöfnuður yrði heimill.

 Í ljósi þess ákváðu aðstandendur Sjómannadagsins að bjóða ekki til opinberra hátíðarhalda á þessu ári.

 Þá hafa Hollvinir eikarbátsins Húna II staðið fyrir hátíðarsiglingu smábáta inn á Pollinn og boðið almenningi upp á siglingar á þennan dag. Nú vill svo til að Húni verður í slipp og því munu Hollvinir bjóða upp á siglingar fyrir almenning síðar í sumar þegar góð tækifæri gefast til.