Orlofsmál

Sjómannafélag Eyjafjarðar á 4 íbúðir í Kópavogi og nýlegan bústað á Illugastöðum sem er í boði fyrir félagsmenn að leigja.

Inná félagavefnum geta félagsmenn skoðað upplýsingar um stöðu orlofshúsa og jafnframt sótt um, bókað og greitt fyrir orlofshús með greiðslukorti. Einfalt er að skrá sig inn með því að fara inn á flipann sem er efst á forsíðunni, farið í innskráning, sláið inn kennitölu félagsmanns og sækið um aðgang. Lykilorð er sent í heimabanka félagsmannsins og einnig er hægt að nota rafræn skilríki. 

Einnig er í boði fyrir félagsmenn orlofsstyrkur, gistimiðar á Fosshótel og Útilegu- og Veiðikort.