Leiguskilmálar

Nánar upplýsingar um hverja eign er að finna í leigusamningi inn á félagavef undir orlofshús/bókunarsaga.

Íbúðin er leigð með húsgögnum, borðbúnaði og öðrum lausamunum sem ekki verða taldir hér upp.

Leigjandi ber ábyrgð á íbúðinni og öllum búnaði þess á meðan á leigu stendur og skuldbindur sig til þess að bæta það tjón sem kann að verða af hans völdum eða þeirra sem þar kunna að dvelja á hans vegum.

Vinsamlega látið félagið vita ef eitthvað brotnar eða bilar.

Athygli er vakin á því að alfarið er bannað að reykja innandyra.

Ekki er leyfilegt að hafa gæludýr í orlofsíbúðum SjóEy.


Leigutaka er óheimilt að framselja leigusamninginn án samþykkis félagsins.

Leigjandi skal ganga vel um íbúðina, búnað þess og umhverfi. Að lokinni dvöl skal leigjandi sjá um að hver hlutur sé á sínum stað. Ekki þarf að ryksuga, skúra eða þrífa baðherbergi en þurrka þarf af öllum borðum, stólum og því um líku, einnig að ganga frá öllu á sinn stað. 
Óhreinar tuskur mega fara í vaska í þvottahúsi.
Einnig ber leigjanda að losa rusl, tæma uppþvottavél og gæta þess að taka alla hluti með sé sem leigjendur eiga.

Göngum því um eign okkar með virðingu og skilum henni í því ástandi sem sómi er að.

SjóEy áskilur sér rétt til að innheimta sérstaklega kr. 20.000,- pr. hús/ íbúð, vegna vanrækslu við frágang.

Sjái leigjandi ekki fram á að geta nýtt sér leigutímabilið þá getur viðkomandi lagt inn samning sinn á skrifstofu SjóEy og reynt verður að endurleigja íbúðina. Gangi það eftir fær viðkomandi endurgreitt.

Leigutaki er samþykkur ofangreindum skilmálum