Dagpeningar í allt að 120 daga vegna eigin veikinda eða slysa og eru allt að 80% af heildarlaunum viðkomandi. Þó ekki hærri en 1.200.000 kr-, á mánuði
Veikindi maka: Dagpeningar í allt að 90 daga enda sé samfelld aðild a.m.k. 12 mánuðir eða lengri.
Veikindi barna: Dagpeningar í allt að 90 daga enda sé samfelld aðild a.m.k. 12 mánuðir eða lengri.
Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
Launaseðlar, afrit af launaseðlum síðustu 6 mánaða.
Starfsvottorð frá vinnuveitanda þar sem fram kemur starfstími síðustu 6 mánuða og hvaða dag viðkomandi varð launalaus vegna veikinda/slyss og hve margir veikindadagar voru nýttir.
Vottorði frá lækni.
Yfirlit yfir aðrar greiðslur sem umsækjandi nýtur og teljast ígildi launa svo sem lífeyrirsgreiðslur, örorkubætur eða tryggingabætur.
Skattkort, ella verða dagpeningar að fullu skattlagðir.
Réttur félaga
Til að sannreyna rétt sjóðfélaga þarf sjóðstjórn jafnframt upplýsingar um aðrar greiðslur ef þær eru fyrir hendi, svo sem frá Tryggingastofnun, lífeyrissjóð eða tryggingafélagi.
Í lengri veikindum ber sjóðfélaga að skila læknisvottorði á a.m.k. tveggja mánaða fresti.
Réttur hjá Tryggingastofnun: Jafnframt dagpeningagreiðslum frá Sjúkrasjóðnum eiga sjóðfélagar rétt á sjúkra- eða slysadagpeningagreiðslum frá Sjúkratryggingum Íslands.
Slysadagpeningar greiðast ekki vegna bótaskyldra slysa og atvinnusjúkdóma, þ.m.t. bifreiðaslysa, þar sem bætur greiðast skv. skaðabótalögum.
Tilkynningaskylda sjóðfélaga: Sjóðfélaga er skylt að láta sjóðinn vita þegar hann verður vinnufær á ný eða öðlast rétt til bóta frá öðrum aðilum svo sem lífeyrissjóð eða Tryggingastofnun að viðlögðum réttindamissi. Ofgreidda dagpeninga ber sjóðfélaga að endurgreiða sjóðnum.
Vegna veikinda maka eða barna skal fylgja með umsókn um dagpeninga vottorð frá lækni.