Aðalfundasamþykkt 13.03.2015

Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar samþykkir eftirfarandi tillögu stjórnar:

Þeir sjómenn sem starfa á skipum sem skráð er erlendis og fái greidd laun sín inn á banka á Íslandi, eiga þess kost að greiða 1% af sínum brúttólaunum til sjúkrasjóðs félagsins og 0,25% til orlofssjóðs félagsins. Með þessum greiðslum öðlast viðkomandi sjómaður rétt til allra greiðslna úr þessum sjóðum. Greiðslurnar í sjóðina skulu inntar af hendi mánaðarlega þ.e.a.s. gjalddagi greiðslna er síðasti dagur næstamánaðar eftir launamánuð og er eindagi mánuði síðar.

Launaseðlar verða að fylgja með skilagrein gjaldanna.