Aðalfundur 2024

Félagar í Sjómannafélagi Eyjafjarðar athugið:

Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar verður haldinn mánudaginn 4. mars kl. 17:00 á Strikinu á fimmtu hæð Alþýðuhússins, Skipagötu 14. Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum.

Dagskrá fundarins:

  1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
  2. Reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu..
  3. Umræður um nýjan kjarasamning SSÍ og SFS.
  4. Önnur mál.

 Við hvetjum félagsmenn að mæta.