Föstudaginn 28. febrúar verður aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar haldinn í norðursalnum á Strikinu, Skipagötu 14, 5. hæð frá klukkan 15:00- 18:00. Venjuleg aðalfundarstörf, farið verður yfir ársreikning félagsins, lögð verður fyrir fundinn ein breyting á lögum félagsins og mun Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands koma og ræða framvindu kjaraviðræðna. Léttar veitingar verða í boði eftir að fundi líkur.