Afsláttarkort AN að verða að veruleika

Jóhann R. Sigurðsson með starfsmönnum Olís, þeim Sigurði K. Pálssyni markaðsstjóra og Páli Baldurssy…
Jóhann R. Sigurðsson með starfsmönnum Olís, þeim Sigurði K. Pálssyni markaðsstjóra og Páli Baldurssyni útibússtjóra á Akureyri, eftir undirritun samningsins.
Síðastliðinn föstudag var skrifað undir samning við Olís og ÓB fyrir hönd Afsláttarkorts AN. Um er að ræða besta samning sem gerður hefur verið við olíufélögin að sögn formanns stjórnar kortsins, Jóhanns Rúnar Sigurðsson formanns Félags málmiðnaðarmanna Akureyri. AN Kortið fer nú í framleiðslu og ì framhaldi af því verður það sent til fèlaganna sem munu kynna það og samninginn fyrir sínum fèlagsmönnum og hvernig fèlagið hugsar sèr að koma því til þeirra. Á næstunni verður Afsláttarkort AN orðið virkt, en kortið er samvinnuverkefni allra aðildarfélaga Alþýðusambands Norðurlands. Síðastliðinn föstudag var skrifað undir samning við Olís og ÓB og munu félagsmenn allra aðildarfélaga AN fá Tvennukort Olís og ÓB sem mun gilda sem félagsskírteini félaga Alþýðusamband Norðurlands. Kortið er staðgreiðslukort sem tryggir góðan afslátt af vörum og þjónustu hjá Olís, ÓB og einnig þeim fjölmörgu samstarfsaðilum sem gert hafa samning við Afsláttarkort AN. Það eina sem þarf að gera er að framvísa kortinu þegar greitt er.  Af hverju?Félag málmiðnaðarmanna Akureyri óskaði eftir því á þingi Alþýðusambands Norðurlands haustið 2011 að félögin myndu berjast sameiginlega fyrir afsláttarkjörum fyrir félagsmenn. Félögin voru sammála um að slík samvinna væri félagsmönnum svæðisins til góðs og var ákveðið að fela Jóhanni Sigurðssyni formanni FMA að stofna kortanefnd félaganna. Mikil undirbúningsvinna hefur átt sér stað og nú líður að því að kortið verði tekið í notkun.Allt að 16.000 félagsmenn félaga innan AN geta því nýtt þá afslætti sem nú þegar er búið að semja um og þá sem bætast við á næstunni. Á heimasíðum aðildarfélaga AN verður hægt að kynna sé alla þá fjölmörgu afslætti sem félagsmönnum standa til boða og er sífellt verið að vinna að því að fjölga samstarfsaðilum til hagsbóta fyrir félagsmenn. Félögin sjálf munu sjá dreifa kortunum á sína félagsmenn, en misjafnt er á milli félaga hvaða háttur verður hafður þar á. Sum senda kort á alla félagsmenn á meðan önnur munu nota trúnaðarmannakerfi sín. Félögin sjálf sjá um að kynna félagsmönnum hvaða háttur verður hafður þar á.