Ályktanir frá 31. þings SSÍ sem var haldið 11. og 12. október sl.

Eins og flestum er kunnugt var þinginu frestað áður en kom að afgreiðslu fjárhagsáætlunar og stjórnarkjöri til næstu tveggja ára. Ástæðan var óvissa um framtíð sambandsins ef þrjú af núverandi aðildarfélögum færu úr sambandinu eftir að 5 sjómannafélög sameinast. Í fréttum undanfarna daga hefur skýrt komið fram að næðu þessi 5 sjómannafélög saman um að sameina félögin mundi hið nýja sameinaða félag ekki eiga aðild að Sjómannasambandi Íslands. Nú er hinsvegar ljóst að ekkert verður að sameiningu þessara félaga í þessari atrennu.

Þegar sambandsstjórn SSÍ verður kölluð saman næst til fundar ákveður hún hvenær þinginu verður fram haldið og kosin stjórn til næstu tveggja ára eins og lög sambandsins gera ráð fyrir.