Breyting á viðmiðunarverði þorsks og ýsu 1. febrúar 2013.

Með vísan í kjarasamninga um viðmiðunarverð á þorski og ýsu ákvað úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna á fundi þann 31. janúar 2013 eftirfarandi breytingu á viðmiðunarverði framangreindra fisktegunda í viðskiptum milli skyldra aðila:

Viðmiðunarverð á þorski lækkar um 10%.

Viðmiðunarverð á ýsu hækkar um 5%.