Brotið sýnt í Borgarbíói

Heimildarmyndin Brotið verður sýnd í Borgarbiói á Akureyri 11., 12. og 13.
nóvember kl. 18 alla dagana. Þar er fjallað um sjóslysin á utanverðum Eyjafirði
í hamfaraveðrinu 9. apríl 1963 þegar sjö sjómenn fórust með tveimur bátum frá
Dalvík.
Brotið var frumsýnt á Dalvík í Fiskidagsvikunni í sumar og síðar í Ólafsfirði og
Reykjavík. Myndin fær lofsamlega dóma áhorfenda.
Aðstandendur Brotsins eru Haukur Sigvaldason trésmiður, María Jónsdóttir
margmiðlunarhönnuður og Stefán Loftsson kvikmyndagerðarmaður. Þau eiga öll
rætur á Dalvík. Sigvaldi faðir Hauks og afi Stefáns var meðal þeirra er fórust.

Ítarefni á Svarfdælasýsli
• Viðbrögð áhorfenda í Tjarnarborg í Ólafsfirði við Brotinu í september 2016
https://svarfdaelasysl.com/2016/09/25/hrifnir-gestir-a-brotinu-i-tjarnarborg/
• Minningarathöfn á Eyjafirði/Dalvík 9. apríl 2013
https://svarfdaelasysl.com/2013/04/10/thegar-hendir-sorg-vid-sjoinn/