Endurgreiðsla inneignarbréfa Niceair

Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar hefur ákveðið að endurgreiða þeim félagsmönnum sem keyptu inneignarbréf Niceair í gegnum félagið en gátu ekki nýtt þau vegna gjaldþrots Niceair.

Hægt verður að sækja um endurgreiðslu á inneignarbréfunum til og með 31. ágúst.

Athugið að félagið endurgreiðir aðeins þau inneignarbréf sem ekki hafa fengist bætt í gegnum tryggingar umsækjanda.

Vinsamlegast athugið að félagið áskilur sér rétt til þess að óska eftir staðfestingu frá tryggingarfélagi umsóknaraðila um að viðkomandi hafi ekki fengið tap sitt bætt hjá þeim. 

Reikna má með að endurgreiðsla berist inn á reikning félagsmanns eigi síðar en 1. september eftir að fullnægjandi gögnum hefur verið skilað til félagsins. 

Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar.