Félagsfundur !!!

Það er skammt stórra höggana á milli. Sökum þess að sum ísfisk skip Samherja verða á sjó á milli jóla og nýárs höfum við ákveðið að setja á annan félagsfund til þess að sem flestir félagsmenn hafi tækifæri á að mæta. Ákveðið er að þessi viðbótarfundur verði þriðjudaginn 22. desember kl. 13:30, hálf tvö. Hann verður á sama stað og fundurinn sem verðu 29. des þ.e. á Bryggjunni, Strandgötu 49. Ég sendi þenna póst á ykkur alla sem hafið skráð ykkur inn á félagavef félagsins en því miður að þá er það ekki nema ríflega 1/3 félagsmanna og því vantar mikið á að það sé hægt að senda fjölpóst á félagmenn og vita með tryggum hætti að hann hafi borist öllum. Því vil ég treysta á að þið látið þetta berast ykkar í milli eins og kostur er til þess að mætingin verði sem best á báða fundina. Þá er auðvitað rétt að geta þess að Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasamband Íslands mun mæta á þennan fund líkt og fundinn á milli jóla og nýárs, þ.e. þann 29.