Félagsfundur

Ágætu félagar. Eins og ykkur er vafalítið kunnugt að þá var skrifað undir kjarasamning í nótt. Stjórn félagsins hefur ákveðið að halda félagsfund á morgun í Hofi og byrjar hann kl. 13:00. Við viljum kvetja ykkur til að mæta til að geta tekið upplýsata ákvörðun um samþykki eða synjun á samningnum þegar hann fer í afgreiðslu. Það verður rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn líkt og var gert þegar greitt var atkvæði um vinnustöðvuninna og mun hún standa til hádegis þann 14. desember. Hólmgeir jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands mætir og verður með kinninguna. Mætum vel og stundvíslega.