Fordæma afnám sjómannaafsláttar

Fundarmenn hlusta á Árna Guðmundsson, framkvæmdastjóra Gildis lífeyrissjóðs. Ljósmynd/Þorgeir Baldur…
Fundarmenn hlusta á Árna Guðmundsson, framkvæmdastjóra Gildis lífeyrissjóðs. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson.
Í gær var haldinn félagsfundur í Sjómannafélagi Eyjafjarðar og lýstu fundarmenn þar yfir megnustu óánægju með þau vinnubrögð stjórnvalda að „ráðast sérstaklega að kjörum sjómanna með því að afnema sjómannaafsláttinn eins og gert var með lögum nú rétt fyrir jólin.“ Sjómannaafslátturinn er hluti af kjörum sjómanna og hefur verið það í rúma hálfa öld. Í gær var haldinn félagsfundur í Sjómannafélagi Eyjafjarðar og lýstu fundarmenn þar yfir megnustu óánægju með þau vinnubrögð stjórnvalda að „ráðast sérstaklega að kjörum sjómanna með því að afnema sjómannaafsláttinn eins og gert var með lögum nú rétt fyrir jólin.“ Sjómannaafslátturinn er hluti af kjörum sjómanna og hefur verið það í rúma öld.

Það er ljóst að með þessari lagasetningu þurfa sjómenn bæði að taka á sig skattahækkanir eins og aðrir launamenn og að sæta kjaraskerðingu vegna skerðingar og síðan afnáms sjómannaafsláttarins. Sjómannafélag Eyjafjarðar fordæmir þessi vinnubrögð og mótmælir því alfarið að ráðist sé að sjómannaafslættinum með þessum hætti.

Í greinargerð með yfirlýsingu fundarins segir m.a. að afnám sjómannaafsláttarins sé gerður í skjóli þess að hann valdi mismunun gagnvart öðrum. Ekki sé hinsvegar hróflað við ríkistryggðum lífeyrissjóði opinberra starfsmanna né skattfrjálsum dagpeningum og ökutækjastyrkjum.

Ályktun fundarins má lesa í heild sinni hér fyrir neðan
Félagsfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar haldin 29. desember 2009, lýsir megnustu óánægju með þau vinnubrögð stjórnvalda að ráðast sérstaklega að kjörum sjómanna með því að afnema sjómannaafsláttinn eins og gert var með lögum nú rétt fyrir jólin. Sjómannaafslátturinn er hluti af kjörum sjómanna og hefur verið það í rúma hálfa öld. Ljóst er að með þessari lagasetningu þurfa sjómenn bæði að taka á sig skattahækkanir eins og aðrir launamenn og að sæta kjaraskerðingu vegna skerðingar og síðan afnáms sjómannaafsláttarins.

Sjómannafélag Eyjafjarðar fordæmir þessi vinnubrögð og mótmælir því alfarið að ráðist sé að sjómannaafslættinum með þessum hætti.

Greinargerð.
Afnám sjómannaafsláttarins er gerður í skjóli þess að hann valdi mismunun gagnvart öðrum stéttum. Ekki er hinsvegar hróflað við ríkistryggðum lífeyrissjóði opinberra starfsmanna né skattfrjálsum dagpeningum og ökutækjastyrkjum. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpinu er því m.a. haldið fram að útgerðin leggi sjómönnum til hlífðarfatnað, sem ekki hafi verið þegar sjómannaafslátturinn var tekinn upp. Þetta er rangt. Sjómenn þurfa sjálfir að kaupa sinn hlífðarfatnað. Á móti þeim kostnaði greiðir útgerðin hlífðarfatapeninga, en þær greiðslur eru í skattkerfinu meðhöndlaðar sem laun og skattlagðar sem slíkar. Sama á við um fæði sjómanna. Sjómenn greiða fæði sitt sjálfir. Fæðispeningar sem útgerðin greiðir sjómönnum flokkast sem laun og eru skattlagðir sem slíkir. Dagpeningar sem greiddir eru til annarra stétta vegna ferðalaga á vegum vinnuveitanda eru ekki skattlagðir. Ef gæta ætti jafnræðis ættu sjómenn að fá kr. 8.300 á dag frádregnar frá tekjum vegna fæðiskostnaðar áður en skattur er reiknaður. Jafnframt væri réttlátt að þeir fengju frádrátt frá tekjum vegna kostnaðar við hlífðarföt sem nauðsynleg eru vegna starfsins. Full rök eru því  fyrir sérstökum skattaafslætti sjómanna. Í athugasemdum með  frumvarpinu var einnig vitnað í tekjuþróun hjá sjómönnum í samanburði við tekjuþróun hjá öðrum launamönnum. Viðmiðið er árið 2006. Ekki er minnst á það einu orði að fyrir árið 2006 hækkuðu laun annarra launamanna meira en tekjur sjómanna m.a. vegna sterkrar krónu. Þannig er í athugasemdunum vísvitandi verið að villa um fyrir almenningi til að réttlæta að sérstaklega sé ráðist að kjörum sjómanna.