Fyrsti fundur vegna nýs kjarasamnings milli SSÍ og SFS verður haldin 14. febrúar klukkan 13:00 í sal Lionsklúbbsins Hængs Skipagötu 14, 4. hæð. Annar fundur verður svo haldin fimmtudaginn 16. febrúar á sama stað klukkan 15:00 og þá verður Valmundur Valmundsson formaður SSÍ einnig á þeim fundi.
Mánudaginn 20. febrúar er fundur í Bergi menningarhúsi á Dalvík og hefst sá fundur klukkan 13:00.
Skorað er á sjómenn að mæta og kynna sér þennan samning og taka þannig þátt í umræðunni.
Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar.