Gildi- lífeyrissjóður sjóðfélagafundurinn 13. nóvember

Af heimasíðu Gildis
Af heimasíðu Gildis

Kynningarfundur fyrir sjóðfélaga í Gildi-lífeyrissjóði var haldinn á Grand hóteli í gær, 13. nóvember. Á fundinum fór Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri yfir stöðu sjóðsins og helstu þætti í starfseminni. Þá kynnti Bjarney Sigurðardóttir skrifstofustjóri sjóðsins nýjan vef, Lífeyrisgáttina, sem veitir sjóðfélögum á einum stað aðgang að upplýsingum um lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum allra lífeyrissjóða á landinu.

Á fundinum kom fram að stjórn sjóðsins hefur ákveðið að gera umtalsverðar breytingar á reglum um lán til sjóðfélaga. Má þar helst nefna að hámarksveðhlutfall sjóðfélagalána mun hækka í 75%, afnumin verður regla um 20 milljón króna hámarkslán og lántökugjald verður lækkað í 0,5%. Breytingarnar munu taka gildi frá og með 1. desember nk.

Kynningarglærur frá fundinum má sjá  hér.