Grímseyjarferð

Eftirtalin stéttarfélög bjóða félagsmönnum sínum ásamt einum gesti upp á Grímseyjarferð.

Ferðin verður farin föstudaginn 15. júlí  kl 18:00. Verð á mann 15.000.-

Lagt verður upp frá Torfunefsbryggju með leiðsögn um Eyjafjörð.  

Hvalir verða skoðaðir í firðinum og lundar í Grímsey. Sigling út í Grímsey tekur ca. 2.5 klst.

Í Grímsey verður boðið upp á sjávarfang að hætti heimamanna og fróðleik um sögu byggðar í eynni.

Ferðin tekur um sex klukkustundir á nýju og hraðskreiðu hvalaskoðunarskipi Ambassadors.

Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu félaganna í síma 455-1050 sem allra fyrst en í síðasta lagi 11.júlí n.k.