Á meðan neyðarstig varir vegna útbreiðslu COVID-19 mun félagið eingöngu veita félagsmönnum fjarþjónustu. Þetta er gert með velferð félagsmanna og starfsmanna í huga. Við munum takmarka aðgengi að skrifstofum félagsins frá og með morgundeginum 31. mars og um óákveðinn tíma. Starfsfólkið verður samt á sínum stað og mun sinna erindum félagsmanna í gegnum síma og tölvupóst á hefðbundnum opnunartíma. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Sími félagsins er 455 1050 og netfangið er sjoey@sjoey.is
Ef erindið er áríðandi og ekki hægt að leysa með símtali eða með rafrænum hætti er hægt að hafa samband og við leysum málið saman.
Skil á gögnum
Hægt er að senda gögn í pósti á skrifstofur félagsins, einnig má setja þau ásamt lyklum í póstkassa sem finna má við innganginn á skrifstofu félagsins á 3. hæð Alþýðuhússins.
Jafnframt má senda gögnin rafrænt með tilheyrandi fylgiskjölum á sjoey@sjoey.is. Vinsamlegast sendið bankaupplýsingar umsækjanda, ef við á.
Allar upplýsingar um styrki og tilheyrandi eyðublöð er hægt að finna á heimasíðu félagsins.