Hvernig breytist veikindaréttur sjómanna?

Á vegum Sjómannasambands Íslands er verið að vinna skýrari kynningarglærur á veikindarétti og ennfremur kynningarglærur um viðbótarlífeyrisframlag sjómanna.  Það er mikilvægt fyrir sjómenn að kynna sér vel lífeyrismálin áður en þeir taka ákvörðun um hvort viðbótin fer í samtryggingadeild eða tilgreinda séreign.  Báðar leiðir hafa kosti og ókosti.

1. Samtryggingadeild - verulega aukin lífeyrisréttindi við starfslok.  Allt að 30% meiri tryggingavernd við örorku.  Hentar best fyrir yngri sjómenn með fjölskyldu á framfæri og fasteignaskuldbindingar.  Erfist ekki.

2. Tilgreind séreign - Greidd út í einu lagi eða fáum árum við starfslok. Erfist.  Hefur ekki áhrif á langtímalífeyrisgreiðslur og veitir ekki aukna vernd gagnvart örorku.  Hentar best fyrir sjómenn sem komnir eru yfir miðjan aldur og eru farnir að horfa fram á starfslok.