Kjaraviðræður

Eins og flestum ætti að vera ljóst rann kjarasamningur sjómanna út 1. desember. Staðan er þannig að viðræðuáætlun er klár og hefur verið boðaður fundur hjá samninganefnd SSÍ núna 10. desember til að fara betur yfir þau mál sem brenna helst á félagsmönnum.  Í framhaldi af þeim fundi verður farið í þá vinnu að tala við SFS og það gerist vonandi í janúar, ef það gengur ágætlega þá er kannski einhver möguleiki að hægt verði að gera nýjann samning fljótlega á næsta ári, allt er þetta háð því hvernig okkar viðsemjendur taka í þær kröfur sem við leggjum fram og hvaða kröfur þeir hafa fram að færa.