Kosning um verkfall

Að undangenginni áskorun samninganefndar SSÍ hefur samninganefnd Sjómannafélags Eyjafjarðar ákveðið að fram fari leynileg rafræn kosning um ótímabundið verkfall félagsmanna á fiskiskipum, sem hæfist kl. 23:00 fimmtudaginn 10. nóvember 2016, hafi kjarasamningur milli aðila ekki náðst fyrir þann tíma.

Kosningin hefst kl. 14:00 mánudaginn 19. september nk. og verður aðgengileg á heimasíðu SE.

Þau nýmæli hafa verið tekin upp að þátttakendur geta kosið með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Þeir sem eru á kjörskrá þurfa því ekki að bíða eftir bréfi með aðgangsorði, sem stundum hefur misfarist, heldur farið á kosningasíðu sem verður aðgengileg af heimasíðu félagsins og kosið með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Félagsmönnum sem telja sig eiga rétt á að kjósa en fá ekki bréf eða tölvupóst um kosninguna, er bent á að hafa samband við skrifstofu Sjómannafélags Eyjafjarðar í síma 455-1050 eða senda tölvupóst á konrad@sjoey.is  eða eydis@fvsa.is  með upplýsingum um nafn og kennitölu.

Þeir sem kæra sig inn á kjörskrá geta einungis kosið með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.