Þann 16. mars býður Sjómannafélag Eyjafjarðar lífeyrisþegum félagsins á leiksýninguna Sex í sama rúmi í uppsetningu Leikfélags Dalvíkurbyggðar í leikhúsinu Ungó á Dalvík. Á eftir sýningunni verður boðið upp á kaffihlaðborð á kaffihúsinu Gísli, Eiríkur, Helgi.
Leikverkið Sex í sama rúmi er dæmigerður misskilningsfarsi sem fjallar um tvenn hjón. Eiginmennirnir reka saman bókaútgáfu, annar þeirra er kviklyndur í hjónabandinu og er kominn með nýtt viðhald. Kona hans veit að hann er henni ótrúr og ákveður gjalda honum í sömu mynt. Það stefnir í óefni þar sem öll hafa mælt sér mót á sama stað; í bókaútgáfunni. Í söguþráðinn blandast au-pair stúlka hinna hjónana og ástmaður hennar. Hvað gæti farið úrskeiðis?
Um takmarkað sætaframboð er að ræða, því þurfa félagsmenn að skrá sig með því að hringja í síma 455-1050 eða senda póst á sjoey@sjoey.is. Hámark tveir miðar á hvern félagsmann.
Farið verður með rútu frá Alþýðuhúsinu kl. 13:00, mæting kl. 12:45.
Sýningin hefst kl. 14:00