Nýr kjarasamningur samþykktur

Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) lauk klukkan 15:00 í dag og var hann var samþykktur með 61.99% greiddra atkvæða.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er þessi:

Af þeim sem kusu sögðu 367 já eða 61,99%, 217 sögðu nei  eða 36,66% og auðir og ógildir seðlar voru 8 eða 1,35%.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 62,84% já og 37,16% sögðu nei.

 

Samningurinn var því samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta.