Skrifað var undir kjarasamning milli SSÍ og SFS um miðnætti í gær.
Atkvæðagreiðsla um samninginn mun hefjast 17. febrúar næstkomandi og á henni að vera lokið kl. 15:00 þann 10. mars næstkomandi. Flest aðildarfélög sambandsins hafa óskað eftir að fram fari sameiginleg rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn meðal aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands. Gengið verður í það strax eftir helgi að kanna hvort það sé vilji meðal allra aðildarfélaganna að fara í sameiginlega atkvæðagreiðslu um samninginn.
Kynningar á samningnum verða auglýstar eftir helgi, stefnt að að því að félagsmenn í Sjómannafélagi Eyjafjarðar geti kynnt sér samninginn á fundum frá og með næstu viku og að það verði ein til tvær kynningar á viku á meðan atkvæðagreiðsla er opin.
Brýnt er fyrir félagsmönnum að kynna sér samninginn vel áður en greitt er atkvæði.