Frá og með mánudeginum 4. maí nk. hefst útleiga á orlofshúsi félagsins á Illugastöðum. Húsið er leigt viku í senn og ber að greiða vikuleiguna við pöntun á húsinu. Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið orlofshúsið leigt hjá félaginu sl. þrjú ár hafa forgangsrétt til kl 16:00 þann 8. maí nk.
Pantanir í húsið eru gerðar í síma 462-1635 frá 4. maí til 25. maí. Einnig fara fram pantanir, greiðsla og afhending lykla í orlofsíbúðirnar okkar í Kópavogi í sama síma og á sama tíma.
Pöntunarsíminn: 462-1635 er sími Félags verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrennis og er skrifstofa félagsins á sömu hæð, þe. 3ju hæð í Alþýðuhúsinu, og skrifstofa Sjómannafélags Eyjafjarðar. Þetta fyrirkomulag er vegna sumarleyfis starfsmanns Sjómannafélagsins frá 4. maí til 25. maí.
Við minnum á að fyrirkomulagið á útleigu orlofsíbúðann okkar í Núpalind 6, í Kópavogi er með sama hætti allt árið. Þá hefur stjórn félagsins ákveðið að orlofsstyrkirnir verða með sam hætti og gilt hefur.