Samningur við NiceAir

Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, og Sveinn Elías Jónsson frá Niceair hands…
Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, og Sveinn Elías Jónsson frá Niceair handsala samstarfssamninginn

Á dögunum skrifuðu Sjómannafélag Akureyrar og Niceair undir samstarfssamning sín á milli sem veitir félagsmönnum Sjómannafélagsins afsláttarkjör við kaup á inneignarbréfum hjá flugfélaginu.

Hvert fluginneignarbréf frá Niceair er að andvirði 32.000,- kr., en félagsmenn greiða 22.000,- kr. fyrir inneignina. Hver félagsmaður getur keypt allt að sex inneignarbréf á hverju almanaksári. 

Hægt er að nota inneignarbréfið frá Niceair til kaupa á flugfargjaldi og annarri bókunarþjónustu hjá Niceair í gegnum bókunarsíðu flugfélagsins www.niceair.is.

Nánari upplýsingar um inneignarbréfin má finna hér.