Sjómannadagshelgin 2011

Sjómannadagshelgin verður haldin hátíðleg 4.-5. júní á Akureyri með tveggja daga hátíð sem ber yfirskriftina “Einn á báti”. Skipulögð fjölskyldudagskrá verður að Hömrum frá klukkan
13-17 þar sem boðið verður upp á tónlist, leiktæki og ýmis konar viðburði fyrir unga sem aldna. Sjálfan sjómannadaginn verður dagskrá við Pollinn og við Hof. Flutt verður hátíðarræða, veittar viðurkenningar, sigling um Pollinn með Húna II, tónlist og ýmislegt fyrir börnin.  Sjá nánari dagskrá hér að neðan:

LAUGARDAGURINN 4. JÚNÍ
FJÖLSKYLDUDAGSKRÁ AÐ HÖMRUM

13.00 Fótbolti sjómanna - Sjómenn spila bumbubolta sér og öðrum til skemmtunar
13.00 Fjallganga fyrir alla - Lagt af stað frá Hömrum, allir velkomnir, ekki þarf að skrá sig.
14.00 Jana María leikkona úr Hárinu setur hátíðina og slær á létta stengi.

14:00-15:00 Krakkadagskrá:   Dýrin í hálsaskógi (Mikki Refur og Lilli Klifurmús), Laddi eftirherma fer á kostum-Súkkulaðikallarnir kæta krakkana og gefa nammi, Gulliver geislabaugur stjórnar frábærum brekkusöng.

15.00 Norðurlandamót sjómanna þar sem keppt er í eftirfarandi greinum:
15.10 Reiptog
15.30 Koddaslagur
16.00 Þrautabraut
16.20 átkeppni og fl.

Önnur dagskrá á svæðinu:

Golfmót sjómanna á Jaðarsvelli klukkan 16.
Kristján listflugmaður flýgur yfir og dreyfir karmellum.
SVAK verður með Íslandsmeistaramót í fluguköstum og sjómannakeppni í fluguköstum
Skátarnir selja grillaðar pylsur frá Kjarnafæði og Svala til að skoða þeim niður.
Hoppukastalar, Bátar og margt fleira.

LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ
DAGSKRÁ VIÐ POLLINN OG Í BÓTINNI

10.00-13.00
Bátavélasýning Þórhalls Matthíassonar að Óseyri 20.  Þar verður markaður með  ýmiskonar   varningi.  Lostæti býður upp á dýrindis fiskisúpu.

10.00             
Bryggjustemning í Sandgerðisbót.  Fólki gefst kostur á að rölta um flotbryggjurnar, ræða við  smábátaeigendur og þiggja kaffi.

11-12.30        
Bryggjudorgskeppni  á Torfunefsbryggju-Skráning í veiðibúðinni Hornið, Veiðigræjur í verðlaun.

11.00             
Siglingaklúbburinn Nökkvi og skútueigendur  kynna skútusiglingar við Hofsbryggju.Kaffi og spjall á bryggjunni og um borð.  Tveir nýlegir álbátar sýndir.

12.00             
Siglingaklúbburinn Nökkvi býður áhugasömum upp á að sigla með skútum.  Siglt frá Hofsbryggju.

16.00             
Sigling á Húna II til heiðurs Áka Stefánssyni skipstjóra.


SUNNUDAGUR  5. JÚNÍ
SJÓMANNADAGURINN  DAGSKRÁ VIÐ POLLINN OG HOF

 08.00             
Fánar dregnir að húni.

11.00             
Sjómannamessur í Akureyrarkirkju og Glerárkirkju.

12.15             
Við Glerárkirkju verður lagður blómsveigur að minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn.

13.00             
Húni II leggur úr höfn frá Torfunefsbryggju og siglir að Sandgerðisbót.  Þar safnast smábátarnir saman og sigla hópsiglingu inn á Torfunefsbryggju, þar sem þeir verða um klukkan 14.

13.45             
Hljóðfæraleikarar úr Lúðrasveit Akureyrar og Sambaskóla Tónlistarskólans á Akureyri og Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar spila á sviði meðan fólk safnast saman og smábátar sigla inn Pollinn.

14.00             
Dagskrá hefst á sviði - Kynnir Pétur Guðjónsson.  Ræða sjómanns,  Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar frá Akureyrarbær,  Sigurbjörg Árnadóttir formaður Vitafélags Íslands talar um strandmenningu á Íslandi ,  viðurkenning veitt fyrir vel uppgerða báta, Rúnar eff tekur nokkur lög.

15.00             
Kappróður hefst á Pollinum  og endar við Hof.

16.00             
ÞÓR og KA takast á  í “sjómanni” stjórnað af Torfa Ólafssyni kraftlyftingamanni – einnig gefst áhugasömum kostur á að reyna sig í reipitogi og prófa eigin kraft í  “sjómanns-kraftavélinni” sem er ein sinnar tegundar á öllu landinu.

16.00               
Krakkar og siglingar, siglingamenn Nökkva sýna siglingar og bátana.

16.15             
Bæjarbúum gefst kostur á siglingum um Pollinn með Húna II –   kaffisala um borð.

16.30               
Hraðbátar, kynning og keppni.  Eldri sögulegir trébátar sigla við Hof og  kynntir.

17.00             
Arngrímur Jóhannsson flugkappi lendir sjóvélinni sinni.

MENNINGARHÚSIÐ HOF
Það verður líf og fjör í og við Menningarhúsið Hof  – Veitingarstaðurinn Nordic Bistro 1862 verður í sérstöku sjóaraskapi - hægt verður að njóta harmonikkutónlistar, neðansjávarljósmyndasýning Erlendar Guðmundssonar og Gísla A. Guðmundssonar.  Sýningin er  alla helgina. Björgunarsveitin Súlur verða á svæðinu  og sjá um öryggismál þar sem þess þarf.  Köfunarskóli Norðurlands verður með kynningu á köfunarnámskeiðum og vinsælum köfunarferðum um Norðurland.

Sjóarakaffi á Strikinu og veitingastaðurinn Seafood Gallery Hafnarstræti 22 verður með sérstakt tilboð á plokkfiski,


Ljósmyndasamkeppni  Sjómannadagshelgarinnar – TAKTU ÞÁTT og kíktu á Pedromyndir.is og Facebooksíðu Pedrómynda