Sjómannadagurinn 2025

Um helgina var Sjó­mannadag­ur­inn var hald­inn hátíðlegur hér á Ak­ur­eyri. Fjölbreytt og glæsileg dagskrá var í boði bæði á laugardeginum og sunnudeginum fyrir unga sem aldna.

Á laugardeginum voru verbúðirnar í Sandgerðisbót opnaðar og trillukarlar buðu upp á sjávarsmakk, kaffi og konfekt. Börn gátu skellt sér í hoppukastala og boðið var upp á grillaðar pylsur og kók í boði Kjarnafæðis, Myllunnar og Nettó.
Þá var fiskasýning og einnig voru smábátar í bótinni til sýnis sem og skipslíkön. Landsbjörg sýndi sjóbjörgunarbúnað og gestir gátu lært að splæsa tóg og bæta net.

Á sjálfan sjómannadaginn sunnudaginn 1. júní hófust hátíðarhöldin með sjómannadagsguðsþjón­ustu í Gler­ár­kirkju þar sem þeir Davíð Hauksson og Óli Helgi Sæmundsson voru heiðraðir. Að athöfn lokinni var lagður blómsveigur á minnismerki um týnda og drukknaða sjómenn. 
Síðan var gestum boðið upp á súpu í safnaðarheimilinu í boði Sjómannafélags Eyjafjarðar.

Þá sigldu smá­bát­ar hóp­sigl­ingu með bát­inn Húna í far­ar­broddi. 

Ánægjulegt var að sjá hvað margir komu og tóku þátt í hátíðarhöldunum og veðrið lék við gesti. Fleiri myndir frá deginum má sjá hér 

Trausti formaður Sjóey ásamt Davíð Haukssyni og Óla Helga Sæmundssyni