Sporður

spordur_640 Sporður, Sjómannadagsblað Sjómannafélags Eyjafjarðar er komið út.  Í því
er m.a að finna umfjöllun um sjómannadaginn um komandi helgi, fjallað
um þá fjölbreyttu kosti sem félagsmönnum standa til boða í sumar í
tengslum við orlof, spjallað er við  glaðbeittan ungan sjómann, Sigurð
Davíðsson skipverja á Björgvin EA, rætt við Jón Björnsson sem var
bjargað eftir að hann féll fyrir borð í Kaldbak fyrir tæpum áratug og
eins er rætt við þrjá syni Páls Marteinssonar, þá Sæmund, Þorstein og
Kristinn sem allir fetuðu í fótspor föður síns og urðu sjómenn.  Páll
var sjómaður í nær þrjá áratugi, en hann lést í byrjun maí.