Stjórnarkjör

Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar hefur ákveðið að kjör, 5 manna stjórnar og 3ja til vara, 7 manna trúnaðarráð og 7 til vara, 2 skoðunarmenn og 1 til vara, 2 menn í kjörstjórn og 1 til vara, 4 menn í fulltrúaráð Gildis- lífeyrissjóðs fyrir næstu tvö starfsár, fari fram að viðhafðri allsherjar atkvæðagreiðslu í samræmi við lög félagsins og reglugerð ASÍ.

Framboðslistum skal skila til skrifstofu félagsins Skipagötu 14 Akureyri, eigi síðar en kl. 12.00 miðvikudaginn 06. apríl 2011.

Hverjum lista skulu fylgja meðmæli 40 fullgildra félagsmanna.

Akureyri 21. mars 2011
Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar.