Sumarferð – Fjallaferð

SjóEy efnir til fjallaferðar fyrir félagsmenn sína laugardaginn 16. ágúst n.k. ef næg þátttaka fæst. 

Brottför frá Alþýðuhúsinu kl. 9, farið verður frá Akureyri – Goðafoss um Bárðardal að Aldeyjarfossi um Sprengisand að Kiðagilsdrögum, þaðan í Laugafell og stoppað þar. Farið verður síðan frá Laugafelli í Skagafjörð og komið við í Varmahlíð, áætluð koma til Akureyrar er milli kl 18 og 19.

Þeir sem vilja geta haft með sér sundföt.

Verð pr. mann kr. 5.000.- ath takmarkaður fjöldi.

Skráning og nánari uppl. í síma 455-1050 fyrir 6. ágúst