Sumarleiga á Illugastöðum

Frá og með mánudeginum 2. maí nk. verður opnað fyrir pantanir á orlofshúsi félagsins nr. 9 á Illugastöðum í Fnjóskadal. Leiga hefst föstudaginn 3. júní. Þeir sem ekki hafa fengið leigt í sumarhúsinu sl. 3 ár sitja fyrir til kl. 12:00 mánudaginn 9. maí og er eingöngu hægt að panta leigu þessa fyrstu viku á skrifstofu félagsins.

Húsið er leigt viku í senn og ber að greiða vikuleiguna við pöntun á húsinu. Félagar eru hvattir til að nýta sér félagavefinn sem er á heimasíðu félagsins, www.sjoey.is eftir 9. maí. Þar er hægt að panta, greiða og prenta út samninginn sem gildir fyrir þá viku sem pöntuð er. Einnig er hægt að koma á skrifstofu félagsins og panta og greiða þar fyrir vikuna.

 Þá viljum við minna félagsmenn á nýjar orlofsíbúðir félagsins í Kópavogi. Vonast er til að allar íbúðirnar verði komnar í leigu um miðjan apríl ef allt gengur upp. Þær eru til útleigu með venjubundnum hætti allt árið og er eins með þær að hægt er að panta vikuleigu og greiða fyrir í gegnum félagavefinn. Lyklar af þeim eru síðan afhentir á skrifstofu félagsins.

 Einnig minnum við félagsmenn á að útilegukortið og  veiðikortið sem eru til sölu á skrifstofu félagsins. Þá minnum við einnig á orlofsstyrkina.

 Allar nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu félagsins að Skipagötu 14, og í síma 455-1050.

Stjórn SE.