Þungur tónn á formannafundi

Af heimasíðu ASÍ

Formannafundur Alþýðusambandsins var haldinn í dag.Umræðuefnin voru tvö.Væntanlegir kjarasamningar og skipulagsmál innan ASÍ.  Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ var gagnrýnin á stjórnvöld í framsögu sinni um kjaramál og væntanlega kjarasamninga.  Hann sagði ekki vera nást árangur í atvinnumálum, ríkisstjórnin sveik loforð fyrri kjarasamninga og það sem stóð í stöðugleikasáttmálann. Því hafi fjarað undan samvinnunni við stjórnvöld. Hann sagði það auka flækjustigið í komandi samningum að í útflutningsgreinunum er staðan mjög góð vegna hruns krónunnar meðan hún er mjög þröng í öðrum greinum vegna samdráttar og atvinnuleysis, t.d. í bygginga- og mannvirkjagerð.  Í máli forseta kom fram að það myndi reyna mjög á samstöðuna innan Alþýðusambandsins vegna þessarar stöðu. 

Hann sagði ljóst að krónan yrði veik áfram og veik króna þýddi einfaldlega veikari kaupmátt og verri lífskjör.

Einn fundarmanna vildi að sótt yrði fast á útflutningsgreinarnar og fullyrti að þær gætu staðið undir umtalsverðum launahækkunum.  Annar sagði að krafan um að verja kaupmátt og að verja störfin yrði mjög skýr í komandi samningum.  Einn talaði um að orsakavaldur að hremmingum heimilanna væri krónan.Heimilunum blæddi út meðan sum fyrirtæki í landinu græddu á tá og fingri.  Það þyrfti að „fikta“ í krónunni, eins og hann orðaði það.  Enn annar vildi að verkalýðshreyfingin stillti sig saman til að ná því til baka sem tapast hefði á undanförnum tveimur árum.

Tónninn á fundinum var þungur og ljóst að það stefnir í erfiðan vetur í kjaramálunum.

Á fundinum var einnig rætt um skipulagsmál innan Alþýðusambandsins m.a. í þá veru að halda þingfundi annað hvert ár í stað núverandi fyrirkomulags með ársfundi.Þá var einnig rætt um að festa formannafundi í sessi innan skipulags ASÍ.