Umsókn um verkfallsbætur hjá SjóEy

Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar hefur tekið ákvörðun um að greiða út verfallsbætur frá 1. janúar 2017.

Búið er að greiða út vegna tímabilsins 1. - 15. janúar.

Hægt er að sækja um tímabilið 16. - 31. janúar en þeir sem hafa áður skilað inn umsókn þurfa ekki að endunýja hana. Til að sækja um þarf að koma í afgreiðslu félagsins að Skipagötu 14, 3. hæð og fylla út umsókn en þeir sem búa utan félagssvæðis geta haft samband við skrifstofuna í síma 455-1050 og fengið umsóknina senda. Ætli menn að nýta persónuafslátt sinn er nauðsynlegt að vera með upplýsingar um hann á reiðum höndum þegar komið er að sækja um. Sækja þarf um fyrir 27. janúar.