Útleiga á orlofshúsi og fl.

 

Auglýsing um

orlofshús, orlofsíbúðir, styrki og fl.

 

Frá og með fimmtudeginum 2. maí nk. verður opnað fyrir pantanir á orlofshúsi félagsins nr. 9 á Illugastöðum í Fnjóskárdal.

 

Húsið er leigt viku í senn og ber að greiða vikuleiguna við pöntun á húsinu. Félagar eru hvattir til að nýta sér félagavefinn sem er á heimasíðu félagsins, http://www.sjoey.is/. Þar er hægt að panta, greiða og prenta út samninginn sem gildir fyrir þá viku sem pöntuð er. Einnig er hægt að koma á skrifstofu félagsins og panta og greiða þar fyrir vikuna.

 

Þá viljum við minna félagsmenn á orlofsíbúðir félagsins í Kópavogi. Þær eru til útleigu með venjubundnum hætti allt árið og er eins með þær að hægt er að panta vikuleigu og greiða fyrir í gegn um félagavefinn. Lyklar af þeim eru síða afhentir á skrifstofu félagsins.

 

Einnig minnum við félagsmenn á að útilegukortið,  veiðikortið og golfkortið, bæði einstaklingskort og fjölskyldukort, eru til sölu á skrifstofu félagsins á sanngjörnu verði. Þá minnum við einnig á orlofsstyrkina.

 

Allar nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu félagsins að Skipagötu 14, og í síma 455-1050.

 

Stjórn Sjómannafélag Eyjafjarðar.