Illugastaðir nr 9

Norðurland
23.000 kr. (fös-sun)
35.000 kr. (Vika)
77 fm 7 rúm
Heitur pottur
Nettenging
Gasgrill
Aukadýnur
Barnarúm
Sundlaug

Innifalið

Ekki innifalið

Félagið á einn sumarbústað (hús nr. 9) í sumarhúsabyggðinni á Illugastöðum í Fnjóskadal, en þar er rómuð aðstaða til orlofsdvalar. Bústaðurinn var byggður 2015/16 og er allur hinn glæsilegasti og er allt til alls í honum. Alls geta 7 gist í bústaðnum í einu. Haustið 2017 var lagður ljósleiðari í öll húsin á svæðinu. Í húsin er því komin þráðlaus nettengin og myndlykill frá Símanum sem innheldur grunnpakka Símans.

Á Illugastöðum er rekin þjónustumiðstöð yfir sumartímann. Á staðnum er sundlaug opin yfir sumartímann, heitur pottur, minigolf og ýmislegt annað til að stytta stundirnar í sumarylnum. Illugastaðir eru líka frábærlega staðsettir gagnvart gönguferðum, stangveiði og skoðunarferðum um Þingeyjarsýslur og Eyjafjörð.

Vetur / Koma og brottför : Komutími er eftir klukkan 16:00. Húsið skal rýmt eigi síðar en kl 17 á sunnudögum á vetrartíma en aðra daga vikunnar klukkan 12:00. 

Sumar / Koma og brottför : Orlofshúsin eru leigð í viku í senn yfir sumartímann og skipt á föstudögum. Leigjandi á rétt á að koma til dvalar í húsið eftir klukkan 16:00. Húsið skal rýmt eigi síðar en kl 12 á brottfarardag. 

Bannað er að reykja í húsunum og gæludýr eru stranglega bönnuð á svæðinu. Einnig eru leigjendur beðnir að kasta nikótínpúðum í ruslið.

Leigutími: Allt árið
Lyklahús er við bústaðinn og númerið er á leigusamningi.